<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 31, 2003

Gleðilegt nýtt ár fyrir Íslendinga. Reyndar eru rúmar fimm klukkustundir í nýja árið hjá mér hérna í Mexíkó, en ég hef ákveðið að setja fram áramótaheit. Mig langar til að þjálfa mig upp í því að skrifa meira á íslensku svo að ég tapi nú ekki alveg tungumálinu mínu ástkæra. Því mun ég byrja á að skrifa kvikmyndagagnrýni frá og með 1. janúar 2003.

Ég vil byrja á því að gera ógurlega stuttan lista yfir bestu myndir 2003, að mínu mati að sjálfsögðu.

1. Lord of the Rings: Return of the King ****

Þessi mynd er ekkert annað en afrek. Ég hafði spáð Peter Jackson velgengni áður en fyrsta myndin kom út fyrir rúmum tveimur árum, aðallega vegna hinnar frábæru "The Frighteners", sem fékk reyndar ekkert alltof góða dóma

2. Finding Nemo ****

Enn ein snilldarmyndin frá Pixar um fisk sem allir jarðarbúar þekkja sjálfsagt í dag.

3. X2 ***1/2

X-men mynd númer tvö var hrein snilld. Fullt af góðum karakterum og sagan spennandi.

Þetta eru einfaldlega þær myndir sem ég hef séð á árinu, sem væru þess virði að fjárfesta í DVD diskinum. Aðrar voru mjög góðar, en ekki verðugar endurtekinnar áhorfunar.

Þessi listi verður ekki lengri, enda hringdi fjölskyldan í mig frá Íslandi... og ég svaraði... og töluðum við saman í rúma klukkustund. Ég þarf að baða mig og klæða áður en farið verður í partý.

OG... GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2004 !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com