<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Búinn að bæta við gagnrýni við myndina The Great Escape, Mystic River og Indiana Jones and the Last Crusade. Ég hef einfaldlega gaman að því að horfa á þessar myndir og hef gott af því að skrifa um þær. Bíósíðan mín er hérna.

Svo er ég að tefla á skákmóti. Þrjár umferðir af fimm eru búnar og er ég einn efstur með þrjá vinninga. Mótinu lýkur í dag og mun ég birta úrslitin hérna.

mánudagur, janúar 26, 2004

Búinn að bæta við tveimur kvikmyndum á gagnrýnisíðuna mína, á ensku að sjálfsögðu. Fyrri myndin er Indiana Jones and the Temple of Doom, sem ég horfði á í gær, og hin er The Rundown , hasarmynd með The Rock, sem kemur bráðskemmtilega á óvart. Ég mæli sérstaklega með henni fyrir hann pabba. Hann gæti hlegið mikið yfir þessari.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Í gær sá ég eina klassíska: Raiders of the Lost Arc. Klikkaðu bara á linkinn og þá geturðu lesið hvað mér finnst um þessa mögnuðu mynd, þ.e.a.s. ef þú lest ensku.
Um daginn lauk ég lestri bókarinn Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Fannst mér þetta bara vera hin skemmtilegasta lesning, og minnir helst á þátt úr Derrick eða Dalgliesh. Mjög áhugavert er hvernig Arnaldur tvinnir inn í söguna breytingar á íslensku samfélagi tengdum kvótakerfinu, en mér sýnist hann meta málin á raunsæjan hátt og lætur skýrt í ljós hvernig hægt er að misnota fjölmörg mannslíf ef kvótarnir falla í rangar hendur. Ég gef þessari bók *** stjörnur, þar sem að hún er náttúrulega alls ekki margbrotin, eða frumleg, en mjög vel skrifuð og skemmtileg.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Verð bara að segja það. Hef ekki enn komist í bíó né séð mynd á DVD síðan ég sá Tron. Hins vegar fékk ég skemmtilegan glaðning í dag. Tvö eintök af Tímaritinu Skák hentust inn um lúguna, annað þeirra, októberheftið með grein eftir mig. Svo frétti ég líka að desemberheftið væri komið út, og janúarheftið á leiðinni, en þau hafa bæði greinar eftir mig.

Gaman að vera aftur til á Íslandi að einhverju marki.

mánudagur, janúar 19, 2004

Ég var rétt í þessu að gagnrýna myndina Tron frá 1982, sem ég sá í fyrsta sinn nú í síðustu viku. Því miður hef ég ekki getað bloggað mikið undanfarið þar sem að ég er enn í hönnun námsáætlana, en ég þarf að skipuleggja hverja einustu kennslustund annarinnar af mikilli nákvæmni fyrir skólann þar sem ég vinn.

Tron

Vonandi kemst ég fljótlega aftur í bíó. Hérna eru komnar Mystic River, sem ég er mjög spenntur fyrir, og The Last Samurai, með Tom Cruise. Reyni að komast líka á Hringardróttinssögu aftur áður en þeir hætta að sýna hana hérna.

föstudagur, janúar 09, 2004

Í kvöld sá ég kvikmyndina Seabiscuit / ***. Það má lesa gagnrýni mína um hana hérna á ensku: Seabiscuit

fimmtudagur, janúar 08, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2004!




Afmælisbarnið í dag:

Lee Van Cleef (f. 9.1.1925 d. 16.12.1989) byrjaði ferilinn sem kvikmyndaleikari á einum besta vestra allra tíma: "High Noon". Hann lék í þremur öðrum klassískum vestrum sem ég hef séð: "The Man Who Shot Liberty Valance" með John Wayne og James Stewart, og svo hlutverkin sem gerðu hann ódauðlegan: í spaghettívestrum Sergio Leone sem aðal óvinur Nafnlausu hetjunnar (Clint Eastwood). Myndirnar voru: "For a Few Dollars More" og "The Good, The Bad, and the Ugly." Mig minnir að hann hafi verið sá vondi, kallaður Angel Eyes.

Svo átti hann gott en stutt hlutverk í "Escape from New York" sem er hörku spennumynd eftir John Carpenter.
Ég tefldi skemmtilega fórnarskák á ICC í dag. Bendi áhugasömum á að kópera og peysta þennan hlekk: http://skak.vks.is/cgi-bin/config.pl?read=18774
[i]John McTiernan [/i]er 53 ára í dag. Hann er frægastur fyrir að gera hina stórgóðu hasarmynd "Predator" og fylgdi henni svo eftir með einni bestu hasarmynd allra tíma: "Die Hard"

"The Hunt for Red October" var vel gerð kafbátamynd með Sean Connery um uppreisnargjarnan rússneskan kaptein undan Íslandsströndum. Svo gerði hann hina bráðfyndnu "The Last Action Hero" (sem er reyndar frekar gölluð). Svo kom Die Hard With a Vengance, mynd 3 í Die Hard myndunum, sem var nú allt í lagi, en ekkert stórkostleg. Eftir þessa mynd hefur hann gert tómt drasl sem ekki er vert að nefna og er víst að vinna að fjórðu Die Hard myndinni núna með hinum kléna titli: "Die Hard 4: Die Hardest".

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Ég hef haft það gott um jólin. Í fyrradag kláraði ég lestur á bókinni: Harry Potter and the Order of the Phoenix, og verð ég að játa að þetta var hin besta skemmtun. Hægt er að lesa meira um skoðun mína á þessum bókum á vefsíðu minni www.cefilni.com/movies

Í gær spilaði ég svo tölvuleikinn Broken Sword 3, sem var líka hin besta skemmtun. En nú tekur alvaran við að nýju. Kennsla hefst í dag og maður verður að setja allt í gang.

föstudagur, janúar 02, 2004

Ný kvikmyndagagnrýni fyrir myndina Timeline er komin inn á http://www.cefilni.com/movies. Forðist þessa mynd!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hef ég hugsað mér að skrifa kvikmyndagagnrýni á ensku á þessa síðu: http://www.cefilni.com/movies/
LAST MOVIE I SAW IN 2003

Looney Tunes: Back in Action (Dubbed in Spanish)
Viewed 31.12.2003 at 13:40

**1/2

Unfortunately, where I live, neither Looney Tunes or Elf can be viewed undubbed. That sucks. I prefer the original language track of any possible film, no matter if I understand the language or not - subtitles work just fine.

My kids loved the Looney Tunes movie though, and one of the most inspired animated moments in history takes place in the Louvre museum in Paris. A fantastic scene. That scene alone is worth the price of admission. Imagine Bugs Bunny and Daffy Duck following the laws of physic of a Salvador Dali peace. Priceless!

The animation was very good, but matching it with life action wasn't as convincing as the much older Who Framed Roger Rabbit. The acting was poor, with the exception of Steve Martin as the Looney president of the ACME corporation.
Að sjálfsögðu var ég að tala um útreikning alþjóðlegra skákstiga í síðasta bloggi.
Það er nú meiri hörmungin að ekki eitt einasta skákmót frá Mexíkó var reiknað á þessu tímabili. Það virðist sem að Skáksamband Mexíkó skuldi FIDE einhverja gommu, og það vegna spillingar núverandi forseta. Þeir eru kosnir til 4 ára hérna og geta komist upp með hvað sem er, sýnist mér. Ég á inn um 30 stiga hækkun fyrir þetta tímabil, sem kemst sjálfsagt aldrei til skila.

Veit einhver hversu mikið þarf að borga FIDE árlega, og fyrir hvert alþjóðlegt mót sem er sent inn? Spurning hvort að maður gæti haldið alþjóðlegt mót í Mexíkó á vegum Skáksambands Íslands til að geta hækkað á stigum.

Stórefast um að það yrði vinsælt þó.

Nú er komið nýtt ár. Farið var í veislu í gærkvöldi. Í stað þess að skemmta mér eins og vitleysingur drakk ég hálft viskýglas og við það varð ég ekkert smá syfjaður. Við fórum heim um kl. 1 sem er það slakasta sem ég hef gert á gamlárskvöld. Ég man þá daga þegar það þótti slakur árangur að endast einungis til um kl. 6. :)

En svona er þetta stundum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com