laugardagur, mars 13, 2004
Úti í garði
Rétt í þessu fór ég út í garð
og ætlaði að finna mér ilm af gróðri
en sá að í stað runna og grass
var aðeins malbik og í sprungum
einstaka arfastrá
Í góðri von
andaði ég djúpt að mér
og ég fann
hvernig hárin í nösunum
slógu í rykið
háðu stríð við mengun
Augu mín fylltust af tárum
og ég leit upp í gula veröldina
sem einu sinni var blá með kringlóttri sól
Í fjarska mundi ég fjöllin með krúnuna hvítu
engi og hross, hunda með kringlótta rófu,
og unglinga sem drukku landa
Nú heyri ég dagsins leikþátt í bílflautum
og bölva MacDonalds emminu sem mengar sýn á fjöllin
og ég veit að einu sinni var hérna allt fullt af trjám
og að einu sinni stóð fólk undir berum himni
Hver trúir því
að maður við tölvuskjá
í fjarlægu landi
tæknivæddu samfélagi
með bensín á bílnum
þrái að standa undir fersku íslensku lofti og hlusta á hest hneggja í fjarlægð?
Rétt í þessu fór ég út í garð
og ætlaði að finna mér ilm af gróðri
en sá að í stað runna og grass
var aðeins malbik og í sprungum
einstaka arfastrá
Í góðri von
andaði ég djúpt að mér
og ég fann
hvernig hárin í nösunum
slógu í rykið
háðu stríð við mengun
Augu mín fylltust af tárum
og ég leit upp í gula veröldina
sem einu sinni var blá með kringlóttri sól
Í fjarska mundi ég fjöllin með krúnuna hvítu
engi og hross, hunda með kringlótta rófu,
og unglinga sem drukku landa
Nú heyri ég dagsins leikþátt í bílflautum
og bölva MacDonalds emminu sem mengar sýn á fjöllin
og ég veit að einu sinni var hérna allt fullt af trjám
og að einu sinni stóð fólk undir berum himni
Hver trúir því
að maður við tölvuskjá
í fjarlægu landi
tæknivæddu samfélagi
með bensín á bílnum
þrái að standa undir fersku íslensku lofti og hlusta á hest hneggja í fjarlægð?