<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 09, 2004

Meira egóflipp.

Í dag náði ég 1.- 2. sæti í 3. móti Bikarsyrpu Eddu Bókaútgáfu og Taflfélagsins Helli ásamt Birni Þorfinnssyni með 7 vinninga af 9 hvor. Í 3.- 4. sæti urðu svo Davíð Kjartansson og Bragi þorfinnsson með 6.5 vinninga hvor.

Í gamni ætla ég að taka saman alþjóðleg skákstig 26 (af 44) efstu keppanda mótsins. Svo set ég plús fyrir framan nöfn þeirra sem ég vann í mótinu en mínus fyrir framan þá sem ég tapaði fyrir.

1.-2.
+ Björn Þorfinnsson (2345) * margfaldur skákmeistari Taflfélagsins Hellis *
Hrannar Baldursson (2137) * skákmeistari Puebla 2003 *

7 v. af 9

3.-4.
Bragi Þorfinnsson (2402) * í ólympíuliði Íslands í skák *
Davíð Kjartansson (2273) * fyrrum Íslandsmeistari í Netskák *

6,5 v.

5.-10.
+ Rúnar Sigurpálsson (2214) * margfaldur skákmeistari Akureyrar *
+ Ingvar Ásmundsson (2298) * fyrrum Íslandsmeistari og ólympíuliðsmaður - í fyrra var hann nálægt því að sigra á Heimsmeistaramóti öldunga *
Lenka Ptacnikova (2214) * eiginkona Helga Áss - sigurvegari flestra ef ekki allra kvennaskákmóta á Íslandi *
- Tómas Veigar Sigurðarson (0) - Akureyringur
Ólafur Kristjánsson (2222) - Akureyringur - margfaldur skákmeistari Akureyrar
Snorri G. Bergsson (2285) - sagnfræðingur og skákgúrú

6 v.

11.-13.
- Arnar Þorsteinsson (2263) * heimspekingur, sagnfræðingur, frá Akureyri en býr í Reykjavík *
Jón Kristinsson (2289) * þekki ekki sögur af Jóni *
Heimir Ásgeirsson (2105) * skákmeistari Hafnarfjarðar *

5,5 v.

14.-22.
Jóhann H. Ragnarsson (2122) * margfaldur skákmeistari Garðarbæjar *
+ Sigurður Eiríksson (0) * þekki hann ekki *
Áskell Örn Kárason (2259) * fyrrum forseti Skáksambands Íslands, mikill skákfrömuður og sálfræðingur *
Ágúst Bragi Björnsson (0) * þekki hann ekki *
Pálmi R. Pétursson (0) * þekki hann ekki *
Kristján Halldórsson (0) * knattspyrnumaður og góður félagi *
Jóhann Helgi Sigurðsson (2007) * Garðbæingur, held hann sé líka tölvufræðingur, ekki viss samt *
Gunnar Björnsson (2172) * skákfrömuður, ritstjóri, skákdómari *
Oddgeir Ottesen (0) * þekki hann ekki

5 v.

23.-26.
+ Halldór Brynjar Halldórsson (2174) * Margfaldur skákmeistari Akureyrar *
Gunnar Magnússon (0) * þekki hann ekki *
Sverrir Örn Björnsson (0) * hörku skákmaður úr Hafnarfirðinum
Kristján Örn Elíasson (2084) * Íslandsmeistari í sínum stigaflokki á netmótinu í fyrra minnir mig *

4,5 v.

Nóg komið af egóflippi. Ég er einfaldlega ánægður með árangurinn í þessu móti, og þakka hann fyrst og fremst þeim miklu stúderingum sem ég hef lagst í að undanförnu, og er þetta einfaldlega fín hvatning til að stúdera enn dýpra og skrifa fleiri greinar í Tímaritið Skák.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com