sunnudagur, október 19, 2003
Halló halló
Langt síðan ég bloggaði síðast. Það hefur verið mikið að gera hjá mér upp á síðkastið, enda konan í doktorsnámi og ég á fullu í vinnu og að passa börnin.
Helstu fréttir frá mér upp á síðkastið eru nú kannski ekkert voðamerkilegar, en litla systir mín, hún Anna Brynja, heiður og sómi Íslendinga í Lundúnum, spurði mig um daginn hvað "Existentialismi" væri. Ég er orðinn svo ryðgaður í íslenskunni að ég varð að hugsa mig vel um áður en ég fann rétta orðið, en hugtakið hef ég nú nokkurn veginn á hreinu.
Hér kemur svar mitt til dúllunnar:
"Existentialism" er víst heimspekikenning sem kallast "tilvistarhyggja" á íslensku.
Þú ættir að vera nokkuð inní þeirri stefnu, en rithöfundurinn Dostoyevski telst til upphafsmanna hennar. Karamasov bræðurnir er týpískt dæmi um tilvistarhyggju, eða tilvistarstefnu.
Þessi heimspeki byggir á þeirri forsendu að meginmælikvarði okkar til að mynda okkur stefnu í lífinu tengist okkar eigin tilvist. Þannig falla til dæmis siðferðilegar ákvarðanir á mati okkar á eigin tilvist.
Margir tilvistarhyggjumenn eru trúleysingjar, en alls ekki allir. Til dæmis var danski presturinn Sören Kierkegaard meðal fyrstu tilvistarhyggjumanna og án efa var hann trúaður. Hans frægasta kenning, eða sú sem ég fíla best, er hugmynd hans um hamingjuna.
Hann segir að hver einstaklingur myndi sér ákveðna mynd eða sjónhverfingu að hamingjunni, og að manneskjan sem hamingjusömust þegar hún vinnur sig nær þessari ímynd, en samt án þess að ná henni fullkomlega. Hann minnist á að þegar maður er kominn á toppinn, sé eins og maður standi á títuprjóni, og að maður hljóti að falla, að hamingjan hljóti að hverfa manni úr greipum þegar maður uppgötvar að hugmyndin um að ná markmiðinu var merkilegri en það að ná markmiðinu í sjálfu sér.
Maður sem nær markmiðinu, eða hamingjunni, verður sjálfsagt skelfingu lostinn, og verður að skapa sér nýja ímynd, nýtt markmið, helst erfitt, en hugsanlegt, til að finna stefnu í lífi sínu á nýjan leik.
Þannig skil ég að minnsta kosti kjarna tilvistarhyggjunnar.
Svo hef ég líka verið að tefla. Ég tefli alltaf á internetinu þegar Íslendingar koma þar saman. Ég er meðal mótstjórnenda í Bikarsyrpu Eddu, og er þar í 1.-2. sæti ásamt Gunnari Björnssyni í flokki skákmanna undir 2100 stigum. Ég er svolítið ryðgaður í hraðskákinni, því lítið er um hraðskák hérna í Puebla. Öll mót eru með kappskákum.
Af skákmennsku minni í Puebla að frétta er að ég er skákmeistari fylkisins eftir að hafa lent í 2. sæti á Opnu Meistaramóti Pueblafylkis, en sigurvegarinn var frá öðru fylki. Í verðlaun fékk ég ferð á Carlos Torre alþjóðlega mótið sem verður haldið í Merida, borginni þar sem ég áður bjó, næsta desember, en meðal þátttakenda verður víst fyrrum heimsmeistari í skák: Anatoly Karpov. Það er spennandi.
Hér er tengill í pistil sem ég sendi á skak.is: http://www.strik.is/ithrottir/skak/pistill.ehtm?id=959909509&cat=Pistill um Opið Meistaramót Puebla.
Svo er ég farinn að kenna skák í klúbb hérna sem heitir Parque Espana, eða Spánargarður, en í þeim klúbbi eru aðallega fólk af spænskum og evrópskum ættum. Fínn klúbbur og ég er þegar kominn með um 14 nemendur. Ég vonast til að ná 32 nemendum áður en árinu lýkur.
Svo er ég að vinna á fullu, en líkar frekar illa. Nemendur haga sér illa hér í Mexíkó og launin eru lág. Er að spá í að skella mér í doktorsnám, og er alvarlega að velta fyrir mér að fylgja í fótspor systur minnar og stúdera listir. Hef hugsað mér að stúdera kvikmyndasögu og þá sérstaklega með hliðsjón af þróun tæknibrellna, enda er ég í raun sjálfstúderaður sérfræðingur í B-myndum. Svo get ég varla setið á mér, enda er meistari B-myndanna, Quentin Tarantino búinn að gefa út Kill Bill, Volume 1, sem er full af vísunum í kínverskar bíómyndir, sem að allir sem þekkja mig vita að ég dýrka og dái. Svo er kannski framtíð í því að starfa við kvikmyndasögu nálægt Mexíkóborg, enda er kvikmyndagerð að dafna hérna, og nánast á hverju ári nær Mexíkó að senda inn kvikmynd til óskarstilnefninga.
Ég hef mikinn áhuga á uppeldisfræði, en aðallega fyrir Íslendinga. Að ala upp mexíkósk ungmenni er allt önnur saga, og á allt öðru stigi. Íslendingar eru að gera góða hluti í menntamálum í samanburði við Mexíkó. Það eitt er víst.
Þannig að ýmislegt er í gangi.
Dóttir mín, hún Iðunn Rún Angeles Hrannarsdóttir er búin að missa báðar framtennurnar og er bara stolt af því, og Angel Hrannar Hrannarsson Alvarez er orðinn 4 ára gamall, og ánægður með það. Þeim langar þó mjög mikið að sjá Ísland. Er ég ekkert lítið sammála þeim þar.
Nóg í bili.
Hrannar
Langt síðan ég bloggaði síðast. Það hefur verið mikið að gera hjá mér upp á síðkastið, enda konan í doktorsnámi og ég á fullu í vinnu og að passa börnin.
Helstu fréttir frá mér upp á síðkastið eru nú kannski ekkert voðamerkilegar, en litla systir mín, hún Anna Brynja, heiður og sómi Íslendinga í Lundúnum, spurði mig um daginn hvað "Existentialismi" væri. Ég er orðinn svo ryðgaður í íslenskunni að ég varð að hugsa mig vel um áður en ég fann rétta orðið, en hugtakið hef ég nú nokkurn veginn á hreinu.
Hér kemur svar mitt til dúllunnar:
"Existentialism" er víst heimspekikenning sem kallast "tilvistarhyggja" á íslensku.
Þú ættir að vera nokkuð inní þeirri stefnu, en rithöfundurinn Dostoyevski telst til upphafsmanna hennar. Karamasov bræðurnir er týpískt dæmi um tilvistarhyggju, eða tilvistarstefnu.
Þessi heimspeki byggir á þeirri forsendu að meginmælikvarði okkar til að mynda okkur stefnu í lífinu tengist okkar eigin tilvist. Þannig falla til dæmis siðferðilegar ákvarðanir á mati okkar á eigin tilvist.
Margir tilvistarhyggjumenn eru trúleysingjar, en alls ekki allir. Til dæmis var danski presturinn Sören Kierkegaard meðal fyrstu tilvistarhyggjumanna og án efa var hann trúaður. Hans frægasta kenning, eða sú sem ég fíla best, er hugmynd hans um hamingjuna.
Hann segir að hver einstaklingur myndi sér ákveðna mynd eða sjónhverfingu að hamingjunni, og að manneskjan sem hamingjusömust þegar hún vinnur sig nær þessari ímynd, en samt án þess að ná henni fullkomlega. Hann minnist á að þegar maður er kominn á toppinn, sé eins og maður standi á títuprjóni, og að maður hljóti að falla, að hamingjan hljóti að hverfa manni úr greipum þegar maður uppgötvar að hugmyndin um að ná markmiðinu var merkilegri en það að ná markmiðinu í sjálfu sér.
Maður sem nær markmiðinu, eða hamingjunni, verður sjálfsagt skelfingu lostinn, og verður að skapa sér nýja ímynd, nýtt markmið, helst erfitt, en hugsanlegt, til að finna stefnu í lífi sínu á nýjan leik.
Þannig skil ég að minnsta kosti kjarna tilvistarhyggjunnar.
Svo hef ég líka verið að tefla. Ég tefli alltaf á internetinu þegar Íslendingar koma þar saman. Ég er meðal mótstjórnenda í Bikarsyrpu Eddu, og er þar í 1.-2. sæti ásamt Gunnari Björnssyni í flokki skákmanna undir 2100 stigum. Ég er svolítið ryðgaður í hraðskákinni, því lítið er um hraðskák hérna í Puebla. Öll mót eru með kappskákum.
Af skákmennsku minni í Puebla að frétta er að ég er skákmeistari fylkisins eftir að hafa lent í 2. sæti á Opnu Meistaramóti Pueblafylkis, en sigurvegarinn var frá öðru fylki. Í verðlaun fékk ég ferð á Carlos Torre alþjóðlega mótið sem verður haldið í Merida, borginni þar sem ég áður bjó, næsta desember, en meðal þátttakenda verður víst fyrrum heimsmeistari í skák: Anatoly Karpov. Það er spennandi.
Hér er tengill í pistil sem ég sendi á skak.is: http://www.strik.is/ithrottir/skak/pistill.ehtm?id=959909509&cat=Pistill um Opið Meistaramót Puebla.
Svo er ég farinn að kenna skák í klúbb hérna sem heitir Parque Espana, eða Spánargarður, en í þeim klúbbi eru aðallega fólk af spænskum og evrópskum ættum. Fínn klúbbur og ég er þegar kominn með um 14 nemendur. Ég vonast til að ná 32 nemendum áður en árinu lýkur.
Svo er ég að vinna á fullu, en líkar frekar illa. Nemendur haga sér illa hér í Mexíkó og launin eru lág. Er að spá í að skella mér í doktorsnám, og er alvarlega að velta fyrir mér að fylgja í fótspor systur minnar og stúdera listir. Hef hugsað mér að stúdera kvikmyndasögu og þá sérstaklega með hliðsjón af þróun tæknibrellna, enda er ég í raun sjálfstúderaður sérfræðingur í B-myndum. Svo get ég varla setið á mér, enda er meistari B-myndanna, Quentin Tarantino búinn að gefa út Kill Bill, Volume 1, sem er full af vísunum í kínverskar bíómyndir, sem að allir sem þekkja mig vita að ég dýrka og dái. Svo er kannski framtíð í því að starfa við kvikmyndasögu nálægt Mexíkóborg, enda er kvikmyndagerð að dafna hérna, og nánast á hverju ári nær Mexíkó að senda inn kvikmynd til óskarstilnefninga.
Ég hef mikinn áhuga á uppeldisfræði, en aðallega fyrir Íslendinga. Að ala upp mexíkósk ungmenni er allt önnur saga, og á allt öðru stigi. Íslendingar eru að gera góða hluti í menntamálum í samanburði við Mexíkó. Það eitt er víst.
Þannig að ýmislegt er í gangi.
Dóttir mín, hún Iðunn Rún Angeles Hrannarsdóttir er búin að missa báðar framtennurnar og er bara stolt af því, og Angel Hrannar Hrannarsson Alvarez er orðinn 4 ára gamall, og ánægður með það. Þeim langar þó mjög mikið að sjá Ísland. Er ég ekkert lítið sammála þeim þar.
Nóg í bili.
Hrannar